Eigandinn hélt því fram að matið væri ekki í samræmi við mat á fasteignum annarra hótela í nágrenninu og á Suðurlandi, í svipaðri fjarlægð frá Reykjavík. Yfirfasteignamatsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að fasteignirnar væru sannarlega ekki rétt metnar.
Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að það orkaði tvímælis að beiting matsaðferðarinnar væri í samræmi við lög en það kemur ekki fram í nýrri ákvörðun Þjóðskrá hvaða aðferðum var beitt við nýja matið.
Lögmaður eigandands segist ekki hafa trú á því að um sé að ræða einstakt tilfelli.
Það var Morgunblaðið sem greindi frá.