Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Joan Laporta, forseti Barcelona, á blaðamannafundi í dag. getty/Pedro Salado Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika. Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika.
Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira