Að búa í samfélagi Brynjólfur Magnússon skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun