42 stig Mills tryggðu Áströlum fyrstu verðlaunin á ÓL Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 13:01 Patty Mills fór mikinn í dag og fer að launum heim með bronsverðlaunapening. Gregory Shamus/Getty Images Ástralir hlutu verðlaun í körfubolta karla á Ólympíuleikum í fyrsta sinn eftir 107-93 sigur á Slóveníu í bronsleiknum í dag. Frakkar hlutu brons kvennamegin eftir sigur á Serbíu. Í karlaflokki voru Ástralir með yfirhöndina framan af gegn Slóvenum. Staðan í hálfleik var 53-45 fyrir þá áströlsku. Slóvenar áttu ágætis áhlaup í síðari leikhlutunum tveimur en tókst aldrei að brúa bilið til fulls. Ástralir héldu forystu sinni allt til loka og unnu 14 stiga sigur, 107-93. Þeir hljóta því brons á leikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir áströlsku vinna til verðlauna á leikunum en liðið hefur fjórum sinnum lent í fjórða sæti; í Seoúl 1988, Atlanta 1996, Sydney 2000 og á síðustu leikum í Ríó 2016. Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, átti risaleik fyrir Ástrala er hann skoraði 42 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar. Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, var atkvæðamestur hjá Slóvenum með 22 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar karla fyrr í dag eftir sigur á Frökkum í úrslitum. Franskt brons kvennamegin Í kvennaflokki hlutu Frakkar brons eftir 91-76 sigur á Serbíu í leik um þriðja sætið í morgun. Staðan þar var 43-40 í hálfleik en þær frönsku stungu af þegar leið á. Gabby Williams var stigahæst í franska liðinu með 17 stig en stigahæst á vellinum var Yvonne Anderson með 24 stig fyrir Serbíu. Þær frönsku töpuðu fyrir Japan í undanúrslitunum en heimakonurnar mæta Bandaríkjunum í úrslitum keppninnar í nótt. Frakkland er að fá verðlaun á Ólympíuleikum í annað sinn, eftir að hafa hlotið silfur í greininni í Lundúnum 2012. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ástralía Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Í karlaflokki voru Ástralir með yfirhöndina framan af gegn Slóvenum. Staðan í hálfleik var 53-45 fyrir þá áströlsku. Slóvenar áttu ágætis áhlaup í síðari leikhlutunum tveimur en tókst aldrei að brúa bilið til fulls. Ástralir héldu forystu sinni allt til loka og unnu 14 stiga sigur, 107-93. Þeir hljóta því brons á leikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir áströlsku vinna til verðlauna á leikunum en liðið hefur fjórum sinnum lent í fjórða sæti; í Seoúl 1988, Atlanta 1996, Sydney 2000 og á síðustu leikum í Ríó 2016. Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, átti risaleik fyrir Ástrala er hann skoraði 42 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar. Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, var atkvæðamestur hjá Slóvenum með 22 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar karla fyrr í dag eftir sigur á Frökkum í úrslitum. Franskt brons kvennamegin Í kvennaflokki hlutu Frakkar brons eftir 91-76 sigur á Serbíu í leik um þriðja sætið í morgun. Staðan þar var 43-40 í hálfleik en þær frönsku stungu af þegar leið á. Gabby Williams var stigahæst í franska liðinu með 17 stig en stigahæst á vellinum var Yvonne Anderson með 24 stig fyrir Serbíu. Þær frönsku töpuðu fyrir Japan í undanúrslitunum en heimakonurnar mæta Bandaríkjunum í úrslitum keppninnar í nótt. Frakkland er að fá verðlaun á Ólympíuleikum í annað sinn, eftir að hafa hlotið silfur í greininni í Lundúnum 2012.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ástralía Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira