Mourinho og þrír leikmenn Roma sendir í sturtu í æfingaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. ágúst 2021 09:01 Mourinho lætur nokkur vel valin orð falla í samskiptum við dómara leiksins, Figueroa Vazquez. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Það var mikill hiti í mönnum þegar Real Betis tók á móti Roma í æfingaleik fyrir komandi tímabil í gær. Real Betis fór með sigur af hólmi, 5-2, eftir að José Mourinho, þjálfari Roma, og þrír leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið. Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2. Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2.
Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira