„Barça verður aldrei samt án þín“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 14:31 Cesc Fabregas og Lionel Messi eru góðir félagar. Mynd/Nordic Photos/Getty Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar. Hinn 34 ára gamli Fabregas ólst upp hjá Barcelona og lék með unglingaliði félagsins þegar Messi gekk í raðir liðsins 13 ára gamall árið 2000. „Ég mun alltaf muna daginn sem þú komst í búningsklefann þegar ég var 13 ára gamall og þeir sögðu okkur að strákur frá Argentínu væri að koma á æfingu. Þú settist niður og sagðir ekki orð allan tímann. Þjálfarinn sagði mér í 1-á-1 æfingu að vera öflugur gegn þér. Ég sá að þú varst lítill, og hélt að ég myndi auðveldlega ná af þér boltanum.“ Siempre recordaré el día que llegaste al vestuario con 13 años y nos dijeron que un chaval de argentina venía a probar. Te sentaste y no hablaste en todo el rato. El entrenador me dijo en el ejercicio de 1 contra 1 que fuera fuerte contra ti, te vi tan pequeño, que pensé que pic.twitter.com/AVLUYVm9AJ— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) August 7, 2021 „Það var kjánalegt af mér, þú skyldir mig eftir á gólfinu og ég sá þá strax og þú varst frábrugðinn öðrum. Draumur minn var alltaf að spila með aðalliða Barca, og að gera það með þér gerði þann draum enn sérstakari,“ segir Fabregas í færslu sinni. Fabregas fór 16 ára gamall til Arsenal árið 2003 en sneri svo aftur til Katalóníu árið 2011 og lék með Messi þar til ársins 2014. Fabregas segir Messi vera besta leikmanna allra tíma og að Barcelona verði ekki eins án argentínska snillingsins. Messi er á förum frá Barcelona og er á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Þú yfirgefur liðið sem besti leikmaður allra tíma. Barça verður aldrei samt án þín,“ segir Fabregas. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið af þér og allt sem þú ert,“. Eftir tíma sinn hjá Barcelona lék Fabregas með Chelsea á Englandi frá 2014 til 2019 en hefur síðan leikið með Mónakó í Frakklandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Fabregas ólst upp hjá Barcelona og lék með unglingaliði félagsins þegar Messi gekk í raðir liðsins 13 ára gamall árið 2000. „Ég mun alltaf muna daginn sem þú komst í búningsklefann þegar ég var 13 ára gamall og þeir sögðu okkur að strákur frá Argentínu væri að koma á æfingu. Þú settist niður og sagðir ekki orð allan tímann. Þjálfarinn sagði mér í 1-á-1 æfingu að vera öflugur gegn þér. Ég sá að þú varst lítill, og hélt að ég myndi auðveldlega ná af þér boltanum.“ Siempre recordaré el día que llegaste al vestuario con 13 años y nos dijeron que un chaval de argentina venía a probar. Te sentaste y no hablaste en todo el rato. El entrenador me dijo en el ejercicio de 1 contra 1 que fuera fuerte contra ti, te vi tan pequeño, que pensé que pic.twitter.com/AVLUYVm9AJ— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) August 7, 2021 „Það var kjánalegt af mér, þú skyldir mig eftir á gólfinu og ég sá þá strax og þú varst frábrugðinn öðrum. Draumur minn var alltaf að spila með aðalliða Barca, og að gera það með þér gerði þann draum enn sérstakari,“ segir Fabregas í færslu sinni. Fabregas fór 16 ára gamall til Arsenal árið 2003 en sneri svo aftur til Katalóníu árið 2011 og lék með Messi þar til ársins 2014. Fabregas segir Messi vera besta leikmanna allra tíma og að Barcelona verði ekki eins án argentínska snillingsins. Messi er á förum frá Barcelona og er á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Þú yfirgefur liðið sem besti leikmaður allra tíma. Barça verður aldrei samt án þín,“ segir Fabregas. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið af þér og allt sem þú ert,“. Eftir tíma sinn hjá Barcelona lék Fabregas með Chelsea á Englandi frá 2014 til 2019 en hefur síðan leikið með Mónakó í Frakklandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Messi sagður skrifa undir í París á morgun Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. 8. ágúst 2021 12:01