„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 8. ágúst 2021 13:19 Sigríður Á. Andersen telur þörf á að breyta sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum. vísir/hanna Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira