Sport

Júlían hlaut brons á EM

Valur Páll Eiríksson skrifar
Júlían J.K. Jóhannsson með bronsið um hálsinn í dag.
Júlían J.K. Jóhannsson með bronsið um hálsinn í dag. Twitter/@JkjJulian

Júlían J.K. Jóhannsson varð í dag Evrópumeistari í réttstöðulyftu í 120kg+ flokki á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Plzen í Tékklandi. Júlían hlaut brons í samanlagðri keppni allra greina.

Júlían lyfti samanlagt 1.105 kílóum í keppninni í dag sem var þriðji besti árangur mótsins. Hann lyfti 400 kílóum í hnébeygju, 315 kílóum í bekkpressu og 390 kílóum í réttstöðulyftu.

Enginn lyfti þyngra en Júlían í réttstöðulyftunni og hann því Evrópumeistari í greininni. Hann lyfti einnig 420 kílóum í hnébeygju en sú lyfta var dæmd ógild vegna tæknigalla.

Júlían reyndi einnig við 420,5 kíló, heimsmetsþyngd, í réttstöðulyftu en tókst ekki að lyfta því. Að lyfta þeirri þyngd hefði dugað Júlían til sigurs á mótinu.

Guðfinn­ur Snær Magnús­son keppti einnig í 120+ kg flokki á mótinu í dag en náði ekki gildri lyftu og féll úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×