Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 17:02 Joe Willock skoraði átta mörk er hann var á láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð. David Klein/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira