Cuomo neitar því að hafa gert nokkuð af sér og hefur heitið því að halda áfram sem ríkisstjóri en á mögulega yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu og ákærur.
Í yfirlýsingu sinni segir DeRosa að síðust tvö ár hafi reynt á hana bæði andlega og tilfinningalega. Hún sé hins vegar þakklát fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íbúa New York og með hæfileikaríkum samstarfsfélögum.
Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrslu saksóknara. Á fundinum verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar kallað eftir því að hann segi af sér.
Skýrslan um meint kynferðisbrot ríkisstjórans byggir á fimm mánaða vinnu þar sem rætt var við um 200 einstaklinga, meðal annars samstarfsfólk Cuomo og þær konur sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni.