Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Donny stefnir á að brosa meira á komandi leiktíð. EPA-EFE/Laurence Griffiths Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira