Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Kabylie-hérað er erfitt yfirferðar. AP/Fateh Guidoum Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi. Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi.
Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila