Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Rashford fagnar marki gegn Granada í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. EPA-EFE/MIGUEL ANGEL MOLINA Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. Marcus Rashford hefur verið að glíma við ýmis meiðsli undanfarin misseri. Ásamt því að vera meiddur á öxl þá hefur hann einnig verið meiddur á ökkla og svo var framherjinn frá vegna bakmeiðsla á þar síðustu leiktíð. Stuðningsfólk Manchester United vonaðist til að Rashford færi í aðgerð fyrir Evrópumótið og myndi nýta sumarið í að jafna sig. Þjóðarstoltið var hins vegar of mikið og Rashford fór með landsliði Englands á EM þar sem liðið endaði í öðru sæti eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu í úrslitaleik. Eftir vonbrigðin á Wembley ákvað hinn 23 ára gamali Rashford að fara í aðgerð og verður hann frá fram í október vegna hennar. Með því vonast Rashford eftir því að vera næstum heill heilsu er hann snýr aftur en hann var langt frá því að geta beitt sér að fullu á síðustu leiktíð. Rashford hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og sagt að aðgerðin hafi gengið vel. Nú sé endurhæfing framundan og svo mæti hann frískur til leiks að henni lokinni. Thank you for all the well wishes. I had my surgery on Friday morning and everything went very well. A little sore but other than that I m feeling good. Hope you re all having a great day! pic.twitter.com/cUZQpS0wIi— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) August 10, 2021 Manchester United er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að framherjum. Ásamt Rashford eru þeir Anthony Martial, Edinson Cavani, Jadon Sancho, Mason Greenwood og Daniel James allir á mála hjá félaginu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Marcus Rashford hefur verið að glíma við ýmis meiðsli undanfarin misseri. Ásamt því að vera meiddur á öxl þá hefur hann einnig verið meiddur á ökkla og svo var framherjinn frá vegna bakmeiðsla á þar síðustu leiktíð. Stuðningsfólk Manchester United vonaðist til að Rashford færi í aðgerð fyrir Evrópumótið og myndi nýta sumarið í að jafna sig. Þjóðarstoltið var hins vegar of mikið og Rashford fór með landsliði Englands á EM þar sem liðið endaði í öðru sæti eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu í úrslitaleik. Eftir vonbrigðin á Wembley ákvað hinn 23 ára gamali Rashford að fara í aðgerð og verður hann frá fram í október vegna hennar. Með því vonast Rashford eftir því að vera næstum heill heilsu er hann snýr aftur en hann var langt frá því að geta beitt sér að fullu á síðustu leiktíð. Rashford hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og sagt að aðgerðin hafi gengið vel. Nú sé endurhæfing framundan og svo mæti hann frískur til leiks að henni lokinni. Thank you for all the well wishes. I had my surgery on Friday morning and everything went very well. A little sore but other than that I m feeling good. Hope you re all having a great day! pic.twitter.com/cUZQpS0wIi— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) August 10, 2021 Manchester United er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að framherjum. Ásamt Rashford eru þeir Anthony Martial, Edinson Cavani, Jadon Sancho, Mason Greenwood og Daniel James allir á mála hjá félaginu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira