Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira