Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 21:43 Miklir gróðureldar hafa geisað víða um Evrópu í sumar. AP Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu. Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu.
Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01