Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum Árni Jóhannsson skrifar 11. ágúst 2021 22:39 Ólafur var ánægður með að komast áfram úr leiknum við Hauka Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel. Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“ Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“
Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06