Mest spennandi nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar: Sancho, Bailey, Konate og fleiri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Jadon Sancho toppar lista Football365 yfir mest spennandi nýliða ensku úrvalsdeildarinnar. Ash Donelon/Getty Images Vefmiðillinn Football365 tók saman tíu áhugaverðustu nýliða ensku úrvalsdeildarinnar en tímabilið hefst á morgun með leik Brentford og Arsenal. Bæði lið eiga einn leikmann á listanum. Líkt og fyrir hvert tímabil hafa ensk úrvalsdeildarfélög eitt fúlgum fjár í nýja leikmenn. Mikil spenna er í loftinu, sumir þeirra eiga eftir að blómstra á meðan aðrir munu bogna undan pressunni og lítið sýna. Hér að neðan eru tíu leikmenn sem hafa allt til þess að blómstra og stuðningsfólk þeirra bíður í ofvæni eftir að sjá. Rico Henry, Brentford Mjög öflugur vinstri bakvörður sem hefur verið hluti af stórskemmtilegu liði Brentford í B-deildinni undanfarin tvö ár. Southampton horfði hýru auga til leikmannsins áður en Býflugurnar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni. Valentino Livramento, Southampton Livramento er enn einn ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Chelsea í leit að meiri spiltíma. Þessi 18 ára gamli leikmaður spilar í stöðu hægri bakvarðar og ekki líklegt að hann hefði fengið margar mínútur undir stjórn Thomas Tuchel í vetur. Er nú mættur í Southampton þar sem hann mun án efa fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Efri: Gil og Henry. Neðri: Lokonga og Guehi.EPA/Getty Images Albert-Mboyo Sambi Lokonga, Arsenal Þessi 21 árs gamli miðjumaður kemur frá Anderlecht í Belgíu og kostaði 15 milljónir punda. Lék sex leiki fyrir U-21 árs landslið Belgíu en á þó enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. Á að lífga upp á miðju Arsenal og veita mönnum á borð við Granit Xhaka, Thomas Partey og fleirum samkeppni. Francisco Trincao, Wolves Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins voru þegar Francisco Trincao fór frá Barcelona til Wolverhampton Wanderers. Börsungar eru í vandræðum fjárhagslega og Wolves ákvað því að sækja leikmanninn. Er einnig 21 árs gamall og verður spennandi að sjá hvernig hann aðlagast ensku deildinni. Marc Guehi, Crystal Palace Hluti af nýju Crystal Palace liði undir stjórn Patrick Vieira. Er einkar lunkinn með boltann en að sama skapi mjög líkamlega þroskaður þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Mun spila í hjarta varnarinnar ásamt Joachim Andersen sem kom frá Lyon. Leon Bailey, Aston Villa Ein af mest spennandi kaupum sumarsins. Aston Villa nýtti peninginn sem fékkst fyrir Jack Grealish vel og er Bailey einn af þeim sem var fenginn inn til að fylla skarð enska landsliðsmannsins. Bailey hefur leikið með Bayer Leverkusen við góðan orðstír undanfarin misseri og kom á óvart þegar Aston Villa landaði honum. Ibrahima Konate, Liverpool Einu kaup Liverpool til þessa í sumar. Kom frá RB Leipzig og á að hjálpa til við að leysa miðvarðarvandamál Liverpool-liðsins. Konate er 22 ára gamall Frakki sem fór til Leipzig árið 2017. Hefur leikið fjölda yngri landsleikja en aldrei A-landsleik. Konate og Bailey.EPA/Samsett Bryan Gil, Tottenham Hotspur Aðeins tvítugur að aldri. Kemur til Lundúna frá Sevilla. Mjög skemmtilegur leikmaður sem fær vonandi að njóta sín hjá Spurs. Er talinn líkjast Luis Figo eða Angel Di Maria á velli. Patson Daka, Leicester City Einkar snöggur framherji sem virðist eiga að leysa Jamie Vardy af hólmi þegar fram líða stundir. Skoraði 51 mark í aðeins 42 byrjunarliðsleikjum með RB Salzburg. Daka og GilEPA/Samsett Jadon Sancho, Manchester United Enska ungstirnið er loks komið aftur til Bretlandseyja eftir að hafa gert garðinn frægan með Borussia Dortmund. Er aðeins 21 árs gamall þrátt fyrir að fara verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Kom að 89 mörkum í 104 leikjum með Dortmund og á því að fríska enn frekar upp á sóknarleik Man Utd. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Líkt og fyrir hvert tímabil hafa ensk úrvalsdeildarfélög eitt fúlgum fjár í nýja leikmenn. Mikil spenna er í loftinu, sumir þeirra eiga eftir að blómstra á meðan aðrir munu bogna undan pressunni og lítið sýna. Hér að neðan eru tíu leikmenn sem hafa allt til þess að blómstra og stuðningsfólk þeirra bíður í ofvæni eftir að sjá. Rico Henry, Brentford Mjög öflugur vinstri bakvörður sem hefur verið hluti af stórskemmtilegu liði Brentford í B-deildinni undanfarin tvö ár. Southampton horfði hýru auga til leikmannsins áður en Býflugurnar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni. Valentino Livramento, Southampton Livramento er enn einn ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Chelsea í leit að meiri spiltíma. Þessi 18 ára gamli leikmaður spilar í stöðu hægri bakvarðar og ekki líklegt að hann hefði fengið margar mínútur undir stjórn Thomas Tuchel í vetur. Er nú mættur í Southampton þar sem hann mun án efa fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Efri: Gil og Henry. Neðri: Lokonga og Guehi.EPA/Getty Images Albert-Mboyo Sambi Lokonga, Arsenal Þessi 21 árs gamli miðjumaður kemur frá Anderlecht í Belgíu og kostaði 15 milljónir punda. Lék sex leiki fyrir U-21 árs landslið Belgíu en á þó enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. Á að lífga upp á miðju Arsenal og veita mönnum á borð við Granit Xhaka, Thomas Partey og fleirum samkeppni. Francisco Trincao, Wolves Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins voru þegar Francisco Trincao fór frá Barcelona til Wolverhampton Wanderers. Börsungar eru í vandræðum fjárhagslega og Wolves ákvað því að sækja leikmanninn. Er einnig 21 árs gamall og verður spennandi að sjá hvernig hann aðlagast ensku deildinni. Marc Guehi, Crystal Palace Hluti af nýju Crystal Palace liði undir stjórn Patrick Vieira. Er einkar lunkinn með boltann en að sama skapi mjög líkamlega þroskaður þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Mun spila í hjarta varnarinnar ásamt Joachim Andersen sem kom frá Lyon. Leon Bailey, Aston Villa Ein af mest spennandi kaupum sumarsins. Aston Villa nýtti peninginn sem fékkst fyrir Jack Grealish vel og er Bailey einn af þeim sem var fenginn inn til að fylla skarð enska landsliðsmannsins. Bailey hefur leikið með Bayer Leverkusen við góðan orðstír undanfarin misseri og kom á óvart þegar Aston Villa landaði honum. Ibrahima Konate, Liverpool Einu kaup Liverpool til þessa í sumar. Kom frá RB Leipzig og á að hjálpa til við að leysa miðvarðarvandamál Liverpool-liðsins. Konate er 22 ára gamall Frakki sem fór til Leipzig árið 2017. Hefur leikið fjölda yngri landsleikja en aldrei A-landsleik. Konate og Bailey.EPA/Samsett Bryan Gil, Tottenham Hotspur Aðeins tvítugur að aldri. Kemur til Lundúna frá Sevilla. Mjög skemmtilegur leikmaður sem fær vonandi að njóta sín hjá Spurs. Er talinn líkjast Luis Figo eða Angel Di Maria á velli. Patson Daka, Leicester City Einkar snöggur framherji sem virðist eiga að leysa Jamie Vardy af hólmi þegar fram líða stundir. Skoraði 51 mark í aðeins 42 byrjunarliðsleikjum með RB Salzburg. Daka og GilEPA/Samsett Jadon Sancho, Manchester United Enska ungstirnið er loks komið aftur til Bretlandseyja eftir að hafa gert garðinn frægan með Borussia Dortmund. Er aðeins 21 árs gamall þrátt fyrir að fara verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Kom að 89 mörkum í 104 leikjum með Dortmund og á því að fríska enn frekar upp á sóknarleik Man Utd.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira