Bæjarar í brasi: Unnu ekki leik á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Napoli. vísir/Getty Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa verið í ákveðnu brasi á undirbúnings-tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið leik það sem af er sumri, þrjú töp og eitt jafntefli í fjórum leikjum er niðurstaðan. Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira