Reynir Haraldsson um þrennuna gegn Fjölni: Þetta er bara rugl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2021 19:15 Reynir Haraldsson segir að framtíðin sé björt hjá ÍR. Mynd/Skjáskot ÍR-ingurinn Reynir Haraldsson sá til þess að lið hans er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar hann skoraði þrennu á fimm mínútum gegn Fjölni síðasta þriðjudag. ÍR leikur í 2. deild og Reynir segir það spennandi að taka þátt í svona bikarævintýri. „Þetta er geggjað, sérstaklega í ljósi þess að gengi okkar í deildinni hefur ekki verið eins og við ætluðum okkur. Þannig að við erum svona að horfa á þetta sem okkar gulrót á tímabilinu.“ sagði Reynir í samtali við Stöð 2. Reynir segir að þó að gengi liðsins í deildinni hafi kannski ekki verið það sem vonast var eftir, þá séu bjartir tímar framundan hjá ÍR. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér þessir bikarleikir vera að sýna hvað er famundan hjá okkur. Þó að við höfum ekki verið að klára þessa leiki í deildinni þá horfi ég á þetta þannig að þetta sé það sem koma skal hjá ÍR. Það er margt spennandi í gangi og þetta gefur okkur svona smá boozt á að bæta á það sem er komið og halda áfram.“ „Þetta er allt saman að byrja núna með Arnari Hallssyni að mínu mati og það er himnasending að hafa fengið hann. Hann „boozt-aði“ mörgum leikmönnum upp, þar á meðal sjálfum mér, á þessu tímabili.“ ÍR hefur nú slegið út tvö Lengjudeildarlið, Fjölni og ÍBV, á leið sinni í átta liða úrslitin. Reynir segir að gott skipulag og vinnusemi hafi skilað liðinu svona langt. „Ég held bara að það hafi verið gott skipulag og svo er formið okkar á pari við það sem að strákarnir í Pepsi deildinni eru að spila á. Í bland við gott skipulag, vilja og dugnað erum við búnir að ná að sigla þessu heim.“ En hvað getur ÍR farið langt í Mjólkurbikarnum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég kominn með svona að það séu bara þrír leikir eftir hugarfar. En við tökum bara einn leik í einu og höfum gaman að þessu. Ég var búinn að segja KR í næstu umferð og vonandi náum við að slá þá út. Það væri geggjað. Við töpuðum fyrir þeim í vítí heima 2017, það væri geggjað að fá eitthvað svipað aftur.“ Reynir spilar sem bakvörður og það er ekki á hverjum degi sem menn í þeirri stöðu skora þrennu, hvað þá á fimm mínúnta kafla. Reynir segir þetta í raun galið. „Ég fékk eitt tækifæri til að skora þrennu fyrr á tímabilinu en svo þurfti ég að fara út af þannig að við vorum eitthvað að grínast með að ég hafi loksins náð þrennunni.“ „En á fimm mínútum, ég veit það ekki. Ég er sjálfur búinn að vera eitthvað að reyna að pæla í þessu og segja eitthvað sniðugt um að þetta séu bara æfingar. En þetta er bara rugl. Vera einhver bakvörður og skora þrennu á fimm mínútum er bara galið.“ Klippa: Reynir Haralds Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar Reyni er margt til listanna lagt, en hann hefur einnig verið að gefa út tónlist. Nú fyrr á árinu gaf hann út plötu sem ber heitið „Halli“ í höfuðið á föður hans. „Í tónlistinni núna þá stend ég þar að ég er með tónleika í Gamla bíó 17. október. Það eru útgáfutónleikar, ég gaf út plötu 27. maí síðastliðinn sem heitir Halli. Ég mun taka hana ásamt fleiri góðum lögum og ætla að hafa þetta tvískipt og alvöru tónleika í Gamla bíó og reyna að fylla salinn.“ Pabbi Reynis var Halli Reynis sem margir þekkja úr tónlistarlífinu. Hann féll frá í september 2019 og Reynir segir að þó að platan sé ekki beint til föður síns, þá hafi hún hjálpað honum mikið. „Pabbi féll frá 15. september 2019. Þessi plata var ekki alveg beint til hans en mér fannst þetta svolítið svona þerapískt dæmi fyrir mig. Þannig ég skírði hana Halli í höfuðið á honum og það eru nokkur lög, meðal annars fyrsta lagið sem hann á og ég setti í annan búning. Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar.“ Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins er 16. október, degi fyrir útgáfutónleika Reynis. Hann segir að þetta gæti orðið besta helgi lífs hans. „Sko, það er bikarúrslitaleikur 16. október og það eru tónleikar 17. október á sunnudeginum. Þannig að þetta gæti orðið besta helgi í heimi, en við skulum bara taka næsta leik,“ sagði Reynir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00 Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Þetta er geggjað, sérstaklega í ljósi þess að gengi okkar í deildinni hefur ekki verið eins og við ætluðum okkur. Þannig að við erum svona að horfa á þetta sem okkar gulrót á tímabilinu.“ sagði Reynir í samtali við Stöð 2. Reynir segir að þó að gengi liðsins í deildinni hafi kannski ekki verið það sem vonast var eftir, þá séu bjartir tímar framundan hjá ÍR. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér þessir bikarleikir vera að sýna hvað er famundan hjá okkur. Þó að við höfum ekki verið að klára þessa leiki í deildinni þá horfi ég á þetta þannig að þetta sé það sem koma skal hjá ÍR. Það er margt spennandi í gangi og þetta gefur okkur svona smá boozt á að bæta á það sem er komið og halda áfram.“ „Þetta er allt saman að byrja núna með Arnari Hallssyni að mínu mati og það er himnasending að hafa fengið hann. Hann „boozt-aði“ mörgum leikmönnum upp, þar á meðal sjálfum mér, á þessu tímabili.“ ÍR hefur nú slegið út tvö Lengjudeildarlið, Fjölni og ÍBV, á leið sinni í átta liða úrslitin. Reynir segir að gott skipulag og vinnusemi hafi skilað liðinu svona langt. „Ég held bara að það hafi verið gott skipulag og svo er formið okkar á pari við það sem að strákarnir í Pepsi deildinni eru að spila á. Í bland við gott skipulag, vilja og dugnað erum við búnir að ná að sigla þessu heim.“ En hvað getur ÍR farið langt í Mjólkurbikarnum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég kominn með svona að það séu bara þrír leikir eftir hugarfar. En við tökum bara einn leik í einu og höfum gaman að þessu. Ég var búinn að segja KR í næstu umferð og vonandi náum við að slá þá út. Það væri geggjað. Við töpuðum fyrir þeim í vítí heima 2017, það væri geggjað að fá eitthvað svipað aftur.“ Reynir spilar sem bakvörður og það er ekki á hverjum degi sem menn í þeirri stöðu skora þrennu, hvað þá á fimm mínúnta kafla. Reynir segir þetta í raun galið. „Ég fékk eitt tækifæri til að skora þrennu fyrr á tímabilinu en svo þurfti ég að fara út af þannig að við vorum eitthvað að grínast með að ég hafi loksins náð þrennunni.“ „En á fimm mínútum, ég veit það ekki. Ég er sjálfur búinn að vera eitthvað að reyna að pæla í þessu og segja eitthvað sniðugt um að þetta séu bara æfingar. En þetta er bara rugl. Vera einhver bakvörður og skora þrennu á fimm mínútum er bara galið.“ Klippa: Reynir Haralds Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar Reyni er margt til listanna lagt, en hann hefur einnig verið að gefa út tónlist. Nú fyrr á árinu gaf hann út plötu sem ber heitið „Halli“ í höfuðið á föður hans. „Í tónlistinni núna þá stend ég þar að ég er með tónleika í Gamla bíó 17. október. Það eru útgáfutónleikar, ég gaf út plötu 27. maí síðastliðinn sem heitir Halli. Ég mun taka hana ásamt fleiri góðum lögum og ætla að hafa þetta tvískipt og alvöru tónleika í Gamla bíó og reyna að fylla salinn.“ Pabbi Reynis var Halli Reynis sem margir þekkja úr tónlistarlífinu. Hann féll frá í september 2019 og Reynir segir að þó að platan sé ekki beint til föður síns, þá hafi hún hjálpað honum mikið. „Pabbi féll frá 15. september 2019. Þessi plata var ekki alveg beint til hans en mér fannst þetta svolítið svona þerapískt dæmi fyrir mig. Þannig ég skírði hana Halli í höfuðið á honum og það eru nokkur lög, meðal annars fyrsta lagið sem hann á og ég setti í annan búning. Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar.“ Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins er 16. október, degi fyrir útgáfutónleika Reynis. Hann segir að þetta gæti orðið besta helgi lífs hans. „Sko, það er bikarúrslitaleikur 16. október og það eru tónleikar 17. október á sunnudeginum. Þannig að þetta gæti orðið besta helgi í heimi, en við skulum bara taka næsta leik,“ sagði Reynir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00 Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00
Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki