Reynir Haraldsson um þrennuna gegn Fjölni: Þetta er bara rugl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2021 19:15 Reynir Haraldsson segir að framtíðin sé björt hjá ÍR. Mynd/Skjáskot ÍR-ingurinn Reynir Haraldsson sá til þess að lið hans er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar hann skoraði þrennu á fimm mínútum gegn Fjölni síðasta þriðjudag. ÍR leikur í 2. deild og Reynir segir það spennandi að taka þátt í svona bikarævintýri. „Þetta er geggjað, sérstaklega í ljósi þess að gengi okkar í deildinni hefur ekki verið eins og við ætluðum okkur. Þannig að við erum svona að horfa á þetta sem okkar gulrót á tímabilinu.“ sagði Reynir í samtali við Stöð 2. Reynir segir að þó að gengi liðsins í deildinni hafi kannski ekki verið það sem vonast var eftir, þá séu bjartir tímar framundan hjá ÍR. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér þessir bikarleikir vera að sýna hvað er famundan hjá okkur. Þó að við höfum ekki verið að klára þessa leiki í deildinni þá horfi ég á þetta þannig að þetta sé það sem koma skal hjá ÍR. Það er margt spennandi í gangi og þetta gefur okkur svona smá boozt á að bæta á það sem er komið og halda áfram.“ „Þetta er allt saman að byrja núna með Arnari Hallssyni að mínu mati og það er himnasending að hafa fengið hann. Hann „boozt-aði“ mörgum leikmönnum upp, þar á meðal sjálfum mér, á þessu tímabili.“ ÍR hefur nú slegið út tvö Lengjudeildarlið, Fjölni og ÍBV, á leið sinni í átta liða úrslitin. Reynir segir að gott skipulag og vinnusemi hafi skilað liðinu svona langt. „Ég held bara að það hafi verið gott skipulag og svo er formið okkar á pari við það sem að strákarnir í Pepsi deildinni eru að spila á. Í bland við gott skipulag, vilja og dugnað erum við búnir að ná að sigla þessu heim.“ En hvað getur ÍR farið langt í Mjólkurbikarnum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég kominn með svona að það séu bara þrír leikir eftir hugarfar. En við tökum bara einn leik í einu og höfum gaman að þessu. Ég var búinn að segja KR í næstu umferð og vonandi náum við að slá þá út. Það væri geggjað. Við töpuðum fyrir þeim í vítí heima 2017, það væri geggjað að fá eitthvað svipað aftur.“ Reynir spilar sem bakvörður og það er ekki á hverjum degi sem menn í þeirri stöðu skora þrennu, hvað þá á fimm mínúnta kafla. Reynir segir þetta í raun galið. „Ég fékk eitt tækifæri til að skora þrennu fyrr á tímabilinu en svo þurfti ég að fara út af þannig að við vorum eitthvað að grínast með að ég hafi loksins náð þrennunni.“ „En á fimm mínútum, ég veit það ekki. Ég er sjálfur búinn að vera eitthvað að reyna að pæla í þessu og segja eitthvað sniðugt um að þetta séu bara æfingar. En þetta er bara rugl. Vera einhver bakvörður og skora þrennu á fimm mínútum er bara galið.“ Klippa: Reynir Haralds Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar Reyni er margt til listanna lagt, en hann hefur einnig verið að gefa út tónlist. Nú fyrr á árinu gaf hann út plötu sem ber heitið „Halli“ í höfuðið á föður hans. „Í tónlistinni núna þá stend ég þar að ég er með tónleika í Gamla bíó 17. október. Það eru útgáfutónleikar, ég gaf út plötu 27. maí síðastliðinn sem heitir Halli. Ég mun taka hana ásamt fleiri góðum lögum og ætla að hafa þetta tvískipt og alvöru tónleika í Gamla bíó og reyna að fylla salinn.“ Pabbi Reynis var Halli Reynis sem margir þekkja úr tónlistarlífinu. Hann féll frá í september 2019 og Reynir segir að þó að platan sé ekki beint til föður síns, þá hafi hún hjálpað honum mikið. „Pabbi féll frá 15. september 2019. Þessi plata var ekki alveg beint til hans en mér fannst þetta svolítið svona þerapískt dæmi fyrir mig. Þannig ég skírði hana Halli í höfuðið á honum og það eru nokkur lög, meðal annars fyrsta lagið sem hann á og ég setti í annan búning. Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar.“ Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins er 16. október, degi fyrir útgáfutónleika Reynis. Hann segir að þetta gæti orðið besta helgi lífs hans. „Sko, það er bikarúrslitaleikur 16. október og það eru tónleikar 17. október á sunnudeginum. Þannig að þetta gæti orðið besta helgi í heimi, en við skulum bara taka næsta leik,“ sagði Reynir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00 Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Þetta er geggjað, sérstaklega í ljósi þess að gengi okkar í deildinni hefur ekki verið eins og við ætluðum okkur. Þannig að við erum svona að horfa á þetta sem okkar gulrót á tímabilinu.“ sagði Reynir í samtali við Stöð 2. Reynir segir að þó að gengi liðsins í deildinni hafi kannski ekki verið það sem vonast var eftir, þá séu bjartir tímar framundan hjá ÍR. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér þessir bikarleikir vera að sýna hvað er famundan hjá okkur. Þó að við höfum ekki verið að klára þessa leiki í deildinni þá horfi ég á þetta þannig að þetta sé það sem koma skal hjá ÍR. Það er margt spennandi í gangi og þetta gefur okkur svona smá boozt á að bæta á það sem er komið og halda áfram.“ „Þetta er allt saman að byrja núna með Arnari Hallssyni að mínu mati og það er himnasending að hafa fengið hann. Hann „boozt-aði“ mörgum leikmönnum upp, þar á meðal sjálfum mér, á þessu tímabili.“ ÍR hefur nú slegið út tvö Lengjudeildarlið, Fjölni og ÍBV, á leið sinni í átta liða úrslitin. Reynir segir að gott skipulag og vinnusemi hafi skilað liðinu svona langt. „Ég held bara að það hafi verið gott skipulag og svo er formið okkar á pari við það sem að strákarnir í Pepsi deildinni eru að spila á. Í bland við gott skipulag, vilja og dugnað erum við búnir að ná að sigla þessu heim.“ En hvað getur ÍR farið langt í Mjólkurbikarnum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég kominn með svona að það séu bara þrír leikir eftir hugarfar. En við tökum bara einn leik í einu og höfum gaman að þessu. Ég var búinn að segja KR í næstu umferð og vonandi náum við að slá þá út. Það væri geggjað. Við töpuðum fyrir þeim í vítí heima 2017, það væri geggjað að fá eitthvað svipað aftur.“ Reynir spilar sem bakvörður og það er ekki á hverjum degi sem menn í þeirri stöðu skora þrennu, hvað þá á fimm mínúnta kafla. Reynir segir þetta í raun galið. „Ég fékk eitt tækifæri til að skora þrennu fyrr á tímabilinu en svo þurfti ég að fara út af þannig að við vorum eitthvað að grínast með að ég hafi loksins náð þrennunni.“ „En á fimm mínútum, ég veit það ekki. Ég er sjálfur búinn að vera eitthvað að reyna að pæla í þessu og segja eitthvað sniðugt um að þetta séu bara æfingar. En þetta er bara rugl. Vera einhver bakvörður og skora þrennu á fimm mínútum er bara galið.“ Klippa: Reynir Haralds Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar Reyni er margt til listanna lagt, en hann hefur einnig verið að gefa út tónlist. Nú fyrr á árinu gaf hann út plötu sem ber heitið „Halli“ í höfuðið á föður hans. „Í tónlistinni núna þá stend ég þar að ég er með tónleika í Gamla bíó 17. október. Það eru útgáfutónleikar, ég gaf út plötu 27. maí síðastliðinn sem heitir Halli. Ég mun taka hana ásamt fleiri góðum lögum og ætla að hafa þetta tvískipt og alvöru tónleika í Gamla bíó og reyna að fylla salinn.“ Pabbi Reynis var Halli Reynis sem margir þekkja úr tónlistarlífinu. Hann féll frá í september 2019 og Reynir segir að þó að platan sé ekki beint til föður síns, þá hafi hún hjálpað honum mikið. „Pabbi féll frá 15. september 2019. Þessi plata var ekki alveg beint til hans en mér fannst þetta svolítið svona þerapískt dæmi fyrir mig. Þannig ég skírði hana Halli í höfuðið á honum og það eru nokkur lög, meðal annars fyrsta lagið sem hann á og ég setti í annan búning. Eftir að ég gaf þessa plötu út þá var svona eins og ég gæti aðeins andað léttar.“ Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins er 16. október, degi fyrir útgáfutónleika Reynis. Hann segir að þetta gæti orðið besta helgi lífs hans. „Sko, það er bikarúrslitaleikur 16. október og það eru tónleikar 17. október á sunnudeginum. Þannig að þetta gæti orðið besta helgi í heimi, en við skulum bara taka næsta leik,“ sagði Reynir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00 Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. 11. ágúst 2021 12:00
Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. 11. ágúst 2021 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11