Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 22:31 Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust. Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. „Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað. Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.
Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira