Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin.
Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla
Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar
Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur

Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum.
Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar.
Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum