Leiðarar úr leið Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2021 18:00 Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun