Fótbolti

Mögnuð endurkoma Viking gegn toppliðinu - Alfons og félagar nálgast toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
alfons

Fjórir Íslendingar komu við sögu í leikjum dagsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking sem fékk topplið Molde í heimsókn. Björn Bergmann ekki í leikmannahópi Molde.

Molde náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og virtust ætla að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar.

Samúeli Kára var skipt af velli á 65.mínútu og strax í kjölfarið hófu liðsfélagar hans hreint magnaða endurkomu og náðu að snúa leiknum sér í vil. Lauk leiknum með 3-2 sigri Viking.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði þegar lið hans, Bodo/Glimt, lagði Lilleström að velli 0-1. Alfons og félagar í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Molde.

Hólmar Örn Eyjólfsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg sem hafði betur gegn Mjöndalen, 1-2.

Viðar Örn Kjartansson kom inná sem varamaður þegar hálftími lifði leiks í 1-1 jafntefli Tromsö og Valerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×