Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hélt áfram að lyfta þungu alla meðgönguna. Instagram/@asdishjalms Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma. Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma.
Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti