Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 14:47 Sjúklingar liggja í rúmum utandyra við sjúkrahús í Les Cayes. Spítalar eru yfirfullir og sumir þeirra eru mikið skemmdir eftri hamfararnir um helgina. AP/Joseph Odelyn Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14