Réðust inn á heimili rugby goðsagnar með exi, hníf og sveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 11:01 Toutai Kefu sést hér vera að þjálfa landslið Tonga á HM. AP/Aaron Favila Þjóðþekkt fyrrum íþróttastjarna í Ástralíu og þrír fjölskyldumeðlimir að auki meiddust illa þegar vopnaðir menn réðust inn á heimili hans. Toutai Kefu er fyrrum landsliðsmaður Ástralíu í rugby en hann varð heimsmeistari með liðinu árið 1999. Hann er núna landsliðsþjálfari hjá Tonga. Kefu var staddur heima hjá sér í Brisbane þegar hann og fjölskylda hans urðu vör við það að menn voru að reyna að stela bíl fjölskyldunnar. Wallabies and Queensland Reds legend Toutai Kefu is fighting for life after being stabbed in his own home while protecting his family after group of men attempted to break in early this morning.https://t.co/TkJXATmyq6— The Courier-Mail (@couriermail) August 15, 2021 Innbrotsþjófarnir voru vopnaðir með exi, hníf og sveðju og Toutai Kefu var fluttu á sjúkrahús með alvarlega stungusár á kvið. Kona hans slasaðist einnig mjög illa á hendi og börn þeirra meiddust líka. Lögreglan handtók tvo fimmtán ára stráka og var annar þeirra kærður fyrir manndráp. Það er líka verið að leita að þriðja aðilanum í hópnum. „Þetta er líklega innbrot sem endaði illa,“ sagði lögreglustjórinn Tony Tony Fleming við breska ríkisútvarpið. Our thoughts are with Toutai Kefu and his family at this time. A warrior on the field and leader off it, we are pulling for you!#RugbyFamily pic.twitter.com/H0dkgepYMv— All Blacks (@AllBlacks) August 15, 2021 Hinn 47 ára gamli Kefu er að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð en kona hans er 46 ára gömul. 21 árs sonur þeirra er með sár á baki og hendi og átján ára dóttir þeirra skarst líka á hendi og handlegg. Læknar vonast til að þau nái sér líkamlega en andlega verður þetta mjög erfitt. „Ég get bara rétt ímyndað mér að þessi atburður muni hafa langvinn sálfræðileg áhrif á fjölskylduna eftir að hafa lent í svona áfalli á heimili sínu,“ sagði Fleming. Kefu spilaði sextíu landsleiki fyrir ástralska Wallabies liðið frá 1997 til 2003. Hann byrjaði að þjálfa landslið Tonga árið 2016. Rugby Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Toutai Kefu er fyrrum landsliðsmaður Ástralíu í rugby en hann varð heimsmeistari með liðinu árið 1999. Hann er núna landsliðsþjálfari hjá Tonga. Kefu var staddur heima hjá sér í Brisbane þegar hann og fjölskylda hans urðu vör við það að menn voru að reyna að stela bíl fjölskyldunnar. Wallabies and Queensland Reds legend Toutai Kefu is fighting for life after being stabbed in his own home while protecting his family after group of men attempted to break in early this morning.https://t.co/TkJXATmyq6— The Courier-Mail (@couriermail) August 15, 2021 Innbrotsþjófarnir voru vopnaðir með exi, hníf og sveðju og Toutai Kefu var fluttu á sjúkrahús með alvarlega stungusár á kvið. Kona hans slasaðist einnig mjög illa á hendi og börn þeirra meiddust líka. Lögreglan handtók tvo fimmtán ára stráka og var annar þeirra kærður fyrir manndráp. Það er líka verið að leita að þriðja aðilanum í hópnum. „Þetta er líklega innbrot sem endaði illa,“ sagði lögreglustjórinn Tony Tony Fleming við breska ríkisútvarpið. Our thoughts are with Toutai Kefu and his family at this time. A warrior on the field and leader off it, we are pulling for you!#RugbyFamily pic.twitter.com/H0dkgepYMv— All Blacks (@AllBlacks) August 15, 2021 Hinn 47 ára gamli Kefu er að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð en kona hans er 46 ára gömul. 21 árs sonur þeirra er með sár á baki og hendi og átján ára dóttir þeirra skarst líka á hendi og handlegg. Læknar vonast til að þau nái sér líkamlega en andlega verður þetta mjög erfitt. „Ég get bara rétt ímyndað mér að þessi atburður muni hafa langvinn sálfræðileg áhrif á fjölskylduna eftir að hafa lent í svona áfalli á heimili sínu,“ sagði Fleming. Kefu spilaði sextíu landsleiki fyrir ástralska Wallabies liðið frá 1997 til 2003. Hann byrjaði að þjálfa landslið Tonga árið 2016.
Rugby Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira