Kara Saunders fær Scotti sína loksins í fangið á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 11:36 Kara og Scotti Saunders á góðum degi. Það verða örugglega fagnaðarfundir á morgun. Instagram/@karasaundo Í dag eru nítján dagar liðnir síðan að Kara Saunders varð að hætta keppni á heimsleikunum í CrossFit. Það er enn samt sólarhringur í það að hún fái að faðma tveggja ára dóttur sína á ný. Það eru mjög strangar sóttvarnarreglur í Ástralíu sem gerði það enn erfiðara fyrir áströlsku CrossFit konuna að keppa á heimsleikunum. Þess vegna var það enn meira áfall þegar hún gat ekki haldið keppni áfram vegna afleiðinga af því að hafa fengið kórónuveiruna á leið sinni frá Ástralíu til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Landa hennar Tia Clair Toomey varð heimsmeistari en hún er búsett í Bandaríkjunum og ferðasti því ekki hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum. Kara tók þátt í fyrsta deginum á heimsleikunum, miðvikudaginn 28. júlí en fljótlega kom í ljós að lungun voru ekki búin að jafna sig. Hún hætti keppni eftir að hafa kannað stöðuna á sér á fimmtudeginum 29. júlí. Föstudaginn 30. júlí fór Kara að reyna að finna ferð heim til Ástralíu og komst ekki strax heim. Hún komst loksins heim 4. ágúst eftir langt ferðalag en þá tók við fjórtán daga sóttkví á hóteli. Anníe Mist Þórisdóttir keppti líka á heimsleikunum þar sem hún komst á verðlaunapall. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Heimsleikunum lauk sunnudaginn 1. ágúst. Anníe flaug heim á mánudeginum og var komin heim á þriðjudagsmorgninum. Freyja Mist hennar var því komin í fangið á móður sinni 3. ágúst, heilum fimmtán dögum á undan því að Kara fær að faðma Scotti sína. Það verða örugglega fagnaðarfundir á morgun þegar Kara færi að hitta fjölskyldu sína á ný og þá er vonandi þessari martröð lokið hjá þessari frábæru CrossFit konu. CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Það eru mjög strangar sóttvarnarreglur í Ástralíu sem gerði það enn erfiðara fyrir áströlsku CrossFit konuna að keppa á heimsleikunum. Þess vegna var það enn meira áfall þegar hún gat ekki haldið keppni áfram vegna afleiðinga af því að hafa fengið kórónuveiruna á leið sinni frá Ástralíu til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Landa hennar Tia Clair Toomey varð heimsmeistari en hún er búsett í Bandaríkjunum og ferðasti því ekki hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum. Kara tók þátt í fyrsta deginum á heimsleikunum, miðvikudaginn 28. júlí en fljótlega kom í ljós að lungun voru ekki búin að jafna sig. Hún hætti keppni eftir að hafa kannað stöðuna á sér á fimmtudeginum 29. júlí. Föstudaginn 30. júlí fór Kara að reyna að finna ferð heim til Ástralíu og komst ekki strax heim. Hún komst loksins heim 4. ágúst eftir langt ferðalag en þá tók við fjórtán daga sóttkví á hóteli. Anníe Mist Þórisdóttir keppti líka á heimsleikunum þar sem hún komst á verðlaunapall. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Heimsleikunum lauk sunnudaginn 1. ágúst. Anníe flaug heim á mánudeginum og var komin heim á þriðjudagsmorgninum. Freyja Mist hennar var því komin í fangið á móður sinni 3. ágúst, heilum fimmtán dögum á undan því að Kara fær að faðma Scotti sína. Það verða örugglega fagnaðarfundir á morgun þegar Kara færi að hitta fjölskyldu sína á ný og þá er vonandi þessari martröð lokið hjá þessari frábæru CrossFit konu.
CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum