„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2021 10:56 Frá Grímseyjarhöfn. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví. „Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“ Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“
Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira