Spítalinn í viðræðum við erlendar starfsmannaleigur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 12:00 Ólafur G. Skúlason er forstöðumaður skurðdeilda og gjörgæslu á Landspítala. Viðræður standa nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Þetta segir forstöðumaður á spítalanum sem fagnar samningi heilbrigðisráðherra og einkarekinna læknamiðstöðva en segir aðgerðina ekki duga til. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira