Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 13:53 Afganar sem unnu fyrir vestrænar þjóðir bíða í röð við flugvöllinn í Kabúl eftir að komast úr landi. Þeir óttast hefnd talibana sem hafa nú tekið höfuðborgina og margar fleiri borgir. Vísir/EPA Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú. Afganistan Þýskaland Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú.
Afganistan Þýskaland Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira