Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 08:51 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, umber ekki frjáls fjölmiðla eða andóf. Hann hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur verið vil völd í meira en aldarfjórðung. AP/Andrei Stasevich/BelITA Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda. Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda.
Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58