Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira