Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 16:00 Lyfjastofnun mælir ekki með notkun lyfsins í tengslum við Covid, hvorki við meðferð sjúklinga né í fyrirbyggjandi tilgangi. Soumyabrata Roy/NurPhoto via Getty Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira