Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 15:50 Þróttarar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42