Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2021 16:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill fara hægt í sakirnar. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent