Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 10:00 Breiðablik á fyrir höndum úrslitaleik gegn heimaliði Gintra í Litháen á morgun klukkan 15. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann. Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti