„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 11:40 Páll Óskar í garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26