Náungi sem vill á þing Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. ágúst 2021 08:01 Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður.