Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 15:07 Alexei Navalní er ekki af baki dottinn þó að hann sitji í fangelsi og bandamenn hans megi ekki bjóða sig fram til þings. Vísir/AP Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36