Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 21:22 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira