Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 21:22 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira