Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 19. ágúst 2021 20:17 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar. Stöð 2 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira