Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 21:24 Ingólfur Valur, Birta og Ósk eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga í ástarsambandi öll þrjú. Þau framleiða saman klám á OnlyFans, sem er þeirra aðaltekjulind. Vísir/Sigurjón Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni. Á OnlyFans geta notendur haldið úti lokuðu vefsvæði með nektarmyndum og -myndböndum af sér, sem viðskiptavinir greiða síðan fyrir aðgang að. Með breytingunum, sem OnlyFans tilkynnti í gær að taka eigi gildi í október og túlkaðar hafa verið sem tilraun til að friðþægja fjárfesta, verður bann lagt við „kynferðislegu myndefni“. Þó að ekki hafi verið útlistað nákvæmlega í hverju bannið felst hafa flestir túlkað það þannig að klám, sem hingað til hefur verið einn helsti grundvöllur miðilsins, verði bannað. Nekt, hvort sem hún er á formi mynda eða myndbanda, verði þó áfram leyfileg. Þrjár íslenskar OnlyFans-stjörnur taka fréttunum með fyrirvara. „Við erum búin að senda póst á þau [OnlyFans] og þau segja að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur. Við höldum semsagt að þetta sé sölubrella, frekar en eitthvað annað af því að þau eru að byrja með app þar sem klám verður bannað,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ósk, Birta Rós Blanco og Ingólfur Valur Þrastarson búa saman í Reykjavík og eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga öll þrjú saman í ástarsambandi. OnlyFans er aðaltekjulind þeirra allra; þau halda hvert úti sinni síðunni á miðlinum fyrir hundruð áskrifenda. Greint var frá því fyrr í vikunni að íslenskar OnlyFans-stjörnur þénuðu nokkrar ágætlega en Ósk, Birta og Ingólfur fást þó ekki til að upplýsa hvað þau hafa mikið upp úr krafsinu á mánuði. „Við ræðum ekki fjármálin okkar,“ segir Ósk kímin. Síminn stoppaði ekki í gær Þríeykið er upplitsdjarft þrátt fyrir hið boðaða klámbann, sem það gefur þó lítið fyrir, en segir íslenska OnlyFans-samfélagið vissulega hafa skolfið örlítið á beinunum þegar tilkynningin barst í gær. „Ó, já,“ segja Ósk, Birta og Ingólfur öll í kór, innt eftir viðbrögðum starfssystkina sinna. „Það voru bara SMS allan daginn,“ segir Birta. Ósk tekur undir þetta. „Hringingar, SMS, skilaboð bara á öllum samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Alltaf þegar kemur einhver svona orðrómur þá bara, það fer allt í „panic“,“ segir Ingólfur. Þetta reddast! Þau segjast engar áhyggjur hafa af tilkynningu gærdagsins. „Annars förum við bara á einhvern annan miðil. Þá er þessu bara reddað,“ segir Ingólfur. „Við höldum bara áfram, frekar en að vera eitthvað í kvíðakasti yfir þessu. Við erum búin að fá þetta kvíðakast áður,“ segir Ósk. „Þetta reddast,“ bætir Ingólfur við. Þá hugnast þeim ekki að snúa baki við kláminu og einbeita sér að leyfilegri nekt. „Nei, ég myndi ekki sætta mig við það,“ segir Ósk. Ingólfur er afdráttalaus: „Ég myndi fara á hausinn.“ Samfélagsmiðlar Kynlíf OnlyFans Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Á OnlyFans geta notendur haldið úti lokuðu vefsvæði með nektarmyndum og -myndböndum af sér, sem viðskiptavinir greiða síðan fyrir aðgang að. Með breytingunum, sem OnlyFans tilkynnti í gær að taka eigi gildi í október og túlkaðar hafa verið sem tilraun til að friðþægja fjárfesta, verður bann lagt við „kynferðislegu myndefni“. Þó að ekki hafi verið útlistað nákvæmlega í hverju bannið felst hafa flestir túlkað það þannig að klám, sem hingað til hefur verið einn helsti grundvöllur miðilsins, verði bannað. Nekt, hvort sem hún er á formi mynda eða myndbanda, verði þó áfram leyfileg. Þrjár íslenskar OnlyFans-stjörnur taka fréttunum með fyrirvara. „Við erum búin að senda póst á þau [OnlyFans] og þau segja að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur. Við höldum semsagt að þetta sé sölubrella, frekar en eitthvað annað af því að þau eru að byrja með app þar sem klám verður bannað,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ósk, Birta Rós Blanco og Ingólfur Valur Þrastarson búa saman í Reykjavík og eru í svokölluðu poly-sambandi, þ.e. eiga öll þrjú saman í ástarsambandi. OnlyFans er aðaltekjulind þeirra allra; þau halda hvert úti sinni síðunni á miðlinum fyrir hundruð áskrifenda. Greint var frá því fyrr í vikunni að íslenskar OnlyFans-stjörnur þénuðu nokkrar ágætlega en Ósk, Birta og Ingólfur fást þó ekki til að upplýsa hvað þau hafa mikið upp úr krafsinu á mánuði. „Við ræðum ekki fjármálin okkar,“ segir Ósk kímin. Síminn stoppaði ekki í gær Þríeykið er upplitsdjarft þrátt fyrir hið boðaða klámbann, sem það gefur þó lítið fyrir, en segir íslenska OnlyFans-samfélagið vissulega hafa skolfið örlítið á beinunum þegar tilkynningin barst í gær. „Ó, já,“ segja Ósk, Birta og Ingólfur öll í kór, innt eftir viðbrögðum starfssystkina sinna. „Það voru bara SMS allan daginn,“ segir Birta. Ósk tekur undir þetta. „Hringingar, SMS, skilaboð bara á öllum samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Alltaf þegar kemur einhver svona orðrómur þá bara, það fer allt í „panic“,“ segir Ingólfur. Þetta reddast! Þau segjast engar áhyggjur hafa af tilkynningu gærdagsins. „Annars förum við bara á einhvern annan miðil. Þá er þessu bara reddað,“ segir Ingólfur. „Við höldum bara áfram, frekar en að vera eitthvað í kvíðakasti yfir þessu. Við erum búin að fá þetta kvíðakast áður,“ segir Ósk. „Þetta reddast,“ bætir Ingólfur við. Þá hugnast þeim ekki að snúa baki við kláminu og einbeita sér að leyfilegri nekt. „Nei, ég myndi ekki sætta mig við það,“ segir Ósk. Ingólfur er afdráttalaus: „Ég myndi fara á hausinn.“
Samfélagsmiðlar Kynlíf OnlyFans Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01
57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01
Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11. maí 2021 06:50