Mótið er haldið í New Jersey í Bandaríkjunum, en stormviðvörun tekur þar gildi á morgun. Því hefur ákvörðun verið tekin um að fresta leik fram á mánudag. Rástímar verða kynntir þegar stormurinn hefur gengið yfir.
Spánverjinn John Rahm var í forystu eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari, en hann hefur ekki lokið leik á þriðja hring þegar þetta er ritað. Eins og staðan er núna er Cameron Smith í efsta sæti á 15 höggum undir pari, en hann lék hringinn í dag á 60 höggum, sem er 11 höggum undir pari vallarins.
Round 4 @TheNTGolf will be played on Monday, Aug. 23. pic.twitter.com/d79Z8SVif4
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 21, 2021
Á mánudaginn er spáð rigningu og þrumuveðri, og því verður að koma í ljós hvort hægt verði að klára lokahringinn þá.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.