Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flugvöllinn í Kabúl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 09:52 Afganar safnast enn saman við flugvöllinn í Kabúl í von um að komast úr landinu. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum. Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43