Breiðablik mætir króatísku meisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 11:14 Blikakonur fara til Króatíu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mun mæta Króatíumeisturum Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira