Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:46 Blikakonur mæta króatísku meisturunum sem skoruðu 136 mörk í deildarkeppninni heima fyrir á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira