Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 13:00 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð. Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“ Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira