Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 18:46 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. úr safni Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar skipulagðar bólusetningar barna fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður barna segir að börn hafi leitað til embættisins vegna bólusetningar. „Við heyrum að þau eru að velta þessu mikið fyrir sér og hver bæði ávinningur og áhætta gæti verið,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Mikilvægt að foreldrar og börn ræði saman Embættið leggi mikla áherslu á að réttur barnsins sé virtur og að þau hafi góðan aðgang að upplýsingum. Sú staða getur komið upp að barn og foreldri séu ósammála um ágæti bólusetningar. Hver er réttur barns ef foreldri vill ekki senda það í bólusetningu sem barnið vill þiggja og öfugt? „Ef barn vill ekki bólusetningu þá náttúrulega kemur eiginlega ekki til greina að það sé bólusett. Ég hald að það sé skilningur á því og það hefur komið fram í máli t.d.sóttvarnalæknis. Eins er framkvæmdin þannig að forsjáraðili þarf að vera viðstaddur, koma með barninu og ef það er á móti þá verður barnið heldur ekki bólusett og þá er bara rétt að bíða.“ Mikilvægt að fólk upplifi ekki pressu Salvör segir mikilvægt að börn og foreldrar gefi sér tíma til að ræða þessi mál og sækja sér upplýsingar til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í framkvæmdinni að það sé gefið svigrúm þannig að ef það eru einhverjar efasemdir hjá barni eða foreldri þegar að bólusetningu kemur að þeir sem framkvæmi bólusetningu að þeir gefi því gaum og það er þá hægt að bíða með bólusetninguna í einhvern tíma til þess að fólk sé alveg visst um að það vilji þiggja hana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar skipulagðar bólusetningar barna fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður barna segir að börn hafi leitað til embættisins vegna bólusetningar. „Við heyrum að þau eru að velta þessu mikið fyrir sér og hver bæði ávinningur og áhætta gæti verið,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Mikilvægt að foreldrar og börn ræði saman Embættið leggi mikla áherslu á að réttur barnsins sé virtur og að þau hafi góðan aðgang að upplýsingum. Sú staða getur komið upp að barn og foreldri séu ósammála um ágæti bólusetningar. Hver er réttur barns ef foreldri vill ekki senda það í bólusetningu sem barnið vill þiggja og öfugt? „Ef barn vill ekki bólusetningu þá náttúrulega kemur eiginlega ekki til greina að það sé bólusett. Ég hald að það sé skilningur á því og það hefur komið fram í máli t.d.sóttvarnalæknis. Eins er framkvæmdin þannig að forsjáraðili þarf að vera viðstaddur, koma með barninu og ef það er á móti þá verður barnið heldur ekki bólusett og þá er bara rétt að bíða.“ Mikilvægt að fólk upplifi ekki pressu Salvör segir mikilvægt að börn og foreldrar gefi sér tíma til að ræða þessi mál og sækja sér upplýsingar til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í framkvæmdinni að það sé gefið svigrúm þannig að ef það eru einhverjar efasemdir hjá barni eða foreldri þegar að bólusetningu kemur að þeir sem framkvæmi bólusetningu að þeir gefi því gaum og það er þá hægt að bíða með bólusetninguna í einhvern tíma til þess að fólk sé alveg visst um að það vilji þiggja hana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira