Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 09:14 Sextugu fólki og eldra hefur staðið til boða að fá örvunarskammt í Ísrael frá því í lok júlí. Yngra fólki verður nú boðið að verða endurbólusett. Vísir/EPA Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. Ísraelsk yfirvöld byrjuðu að endurbólusetja fólk eldra en sextugt 30. júlí til að bregðast við áhyggjum af því að virkni bóluefna dofni með tímanum, sérstaklega hjá eldra fólki. Niðurstöður sem kynntar voru á fundi sérfræðinga fyrir helgi benda til þess að örvunarskammtur hafi bætt vörn Pfizer-bóluefnisins til muna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vörn fólks gegn smiti tíu dögum eftir örvunarskammt reyndist fjórfalt meiri en eftir tvo skammta. Þá var vörnin gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum fimm- til sexfalt meiri eftir þriðja skammtinn af bóluefninu. Tilkynnt var í síðustu viku að fólk allt niður í fertugt gæti fengið örvunarskammt en einnig enn yngri óléttar konur, kennarar og heilbrigðissstarfsmenn. Aðeins þeir sem fengu seinni skammt fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum eiga kost á að fá örvunarskammt. Útbreiðsla kórónuveirusmita í Ísrael er ein sú mesta í heiminum um þessar mundir þrátt fyrir að landið hafi verið með þeim allra fyrstu sem réðust í bólusetningu landsmanna. Nú hafa um 1,5 milljónir af 9,3 milljónum landsmanna fengið örvunarskammt af bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld byrjuðu að endurbólusetja fólk eldra en sextugt 30. júlí til að bregðast við áhyggjum af því að virkni bóluefna dofni með tímanum, sérstaklega hjá eldra fólki. Niðurstöður sem kynntar voru á fundi sérfræðinga fyrir helgi benda til þess að örvunarskammtur hafi bætt vörn Pfizer-bóluefnisins til muna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vörn fólks gegn smiti tíu dögum eftir örvunarskammt reyndist fjórfalt meiri en eftir tvo skammta. Þá var vörnin gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum fimm- til sexfalt meiri eftir þriðja skammtinn af bóluefninu. Tilkynnt var í síðustu viku að fólk allt niður í fertugt gæti fengið örvunarskammt en einnig enn yngri óléttar konur, kennarar og heilbrigðissstarfsmenn. Aðeins þeir sem fengu seinni skammt fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum eiga kost á að fá örvunarskammt. Útbreiðsla kórónuveirusmita í Ísrael er ein sú mesta í heiminum um þessar mundir þrátt fyrir að landið hafi verið með þeim allra fyrstu sem réðust í bólusetningu landsmanna. Nú hafa um 1,5 milljónir af 9,3 milljónum landsmanna fengið örvunarskammt af bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58