Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Viðbragða íslenskra stjórnvalda við stöðunni í Afganistan er að vænta á morgun, þegar ríkisstjórnin fjallar um tillögur flóttamannanefndar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. „Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“ Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira